Bíó og sjónvarp

Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kit Harrington í hlutverki Jon Snow í Game of Thrones.
Kit Harrington í hlutverki Jon Snow í Game of Thrones. IMDB
Tökur á áttundu þáttaröð Game of Thrones sem standa nú yfir hér á landi fara fram á Suðurlandi og munu vara í einungis nokkra daga. Eftir að mynd náðist af nokkrum leikurum á flugvelli í Belfast hafa verið vangaveltur í fjölmiðlum ytra um að þeir leikarar hafi verið á leið til Íslands.

Leikararnir sem um ræðir eru Kristofer Hivju (Tormund), Gwenoline Christie (Brienne), Iain Glen (Jorah), John Bradley (Samwell) og Joe Dempsie (Gendry).



Samkvæmt heimildum Vísis er það ekki rétt.

Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. Þau Kit Harrington og Emilia Clarke eru þó stödd á Íslandi.

Sjá einnig: Game of Thrones stjörnur mættar til vinnu á Íslandi



Tökur á þáttunum hafa farið fram hér á landi áður, en þá voru teknar upp senur fyrir seríur tvö, þrjú, fjögur og sjö.

Hafa þær farið fram á Snæfellsjökli, við Höfðabrekkuheiði, Mývatn, Grjótagjá, Reynisfjöru, við Jökulsárlón og Stakkholtsgjá, svo dæmi séu tekin.

Þá hafa nokkrir Íslendingar farið með hlutverk í þáttunum. Þar á meðal sló Hafþór Júlíus Björnsson í gegn sem Fjallið í fjórtán þáttum, Jóhannes Haukur Jóhannesson kom fyrir í tveimur þáttum í sjöttu seríu, meðlimir Of Monsters and Men léku aukahlutverk í sjöttu seríu og meðlimir Sigur Rósar gerðu slíkt hið sama í fjórðu seríu.

Hér að neðan verður farið í mögulega spennuspilla, svo það er vert að fólk sem vilji ekkert vita hætti að lesa hér.

Það hefur einnig vakið mikla athygli að svo virðist sem að stærðarinnar orrusta hafi verið tekin upp Winterfell-settinu í Írlandi á dögunum.

Eflaust var við því að búast þar sem Hvítgenglarnir og hinir dauðu voru komnir í gegnum vegginn. Hins vegar virðist sem að menn hafi ráðist á Winterfell. Ekki hinir dauðu, eins og sjá má á vef Watchers on the Wall.



Mögulegt er að her Cersei og þá mögulega málaliðarnir í Golden Company hafi komið til að ganga frá Jon, Dany og félögum.

Með því að ræna öllu gulli Highgarden gat Cersei greitt allar skuldir krúnnunnar við Járnbankann í Bravos. Hún fór fram á nýtt lán til þess að geta ráðið The Golden Company og ná aftur yfirráðum í Westeros.

Hún veit þó að her hinna dauðu er að ráðast á Norðrið og að herir Jon og Dany eru það eina sem stendur í vegi þeirra og alls Westeros. Þannig gæti það verið undarleg ákvörðun að ráðast á Winterfell.

Þetta kemur í ljós. Á næsta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×