Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 11:26 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur í Öxarfirði um sex kílómetra utan við Kópasker Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30
Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37