Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veika konu á Esjuna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrlan sótti konuna upp í Móskarðshnjúka.
Þyrlan sótti konuna upp í Móskarðshnjúka. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á sjötugsaldri upp á Esjuna og flutti á Landspítalann í Fossvogi um klukkan eitt í dag. Sækja þurfti konuna vegna skyndilegra veikinda hennar.

Ekki var talið ráðlegt að sækja konuna landleiðis og því var þyrlan fengin til þess að ná í konuna sem var uppi í Móskarðshnjúkum þegar hún var sótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.