Innlent

„Hvernig í ósköpunum stendur á því að þú talar ekki eins góða rússnesku og forseti Íslands?“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í Rússlandi.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í Rússlandi. FBL/Eyþór
Guðni th. Jóhannesson, forseti Íslands, heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni þegar hann tók til máls í pallborðsumræðum um norðurslóðir í gær. Pétur Óli Pétursson, Íslendingur sem búsettur er í Sankti Pétursborg, sagði Guðna hafa slegið í gegn í Rússlandi og að ræðan hans hefði verið aðalumfjöllunarefnið í dag.

„Ég verð að segja það að hann stóð sig alveg ljómandi vel, það sem ég skildi af því,“ segir Pétur Óli í viðtali í Reykjavík síðdegis. Hann bætti við að fréttatímarnir í Rússlandi hefðu verið undirlagðir fréttum frá ráðstefnunni um norðurslóðir. Guðni hefði verið afar áberandi fréttaefni þar í landi.

Rússnesk eiginkona Péturs Óla sagði rússneskukunnáttu Guðna „skínandi góða“.

„Hvernig í ósköpunum stendur á því að þú talar ekki eins góða rússnesku og forseti Íslands?“ var Pétur Óli þá spurður í framhaldinu af ræðu forseta Íslands.

Pétur Óli sagði Guðna hafa komist mjög vel frá ræðunni sem hafi brætt rússneskan almenning.



„Allir sem ég hef talað við og heyrt í í dag voru að hæla honum fyrir þetta.“


Tengdar fréttir

Guðni og Kristján Þór funda með Pútín

Guðni Th. Jóhannesson og Kristján Þór Júlíusson munu sækja ráðstefnu um málefni norðurslóða, International Arctic Forum, í Pétursborg dagana 9. og 10. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×