Innlent

Þungt hljóð í leigubílstjórum á Suðurnesjum

Jakob Bjarnar skrifar
Einar Árnason formaður Fylkis. Afleiðingar falls WOW air er að koma niður á þeim af fullum þunga.
Einar Árnason formaður Fylkis. Afleiðingar falls WOW air er að koma niður á þeim af fullum þunga.

„Nú eru afleiðingar falls WOW að koma á daginn hjá okkur hér á Suðurnesjum hjá mínum mönnum,“ segir Einar Árnason formaður bílstjórafélagsins Fylkis í Keflavík.

Hljóðið er þungt í leigubílstjórum sem einkum hafa fengist við það að fara með ferðamenn þá sem koma með flugi til Íslands og lenda á Keflavíkurflugvelli.

„Þetta er um það bil 30 prósenta samdráttur hjá okkur, bara það sem komið er bæði í flugstöð og á stöðinni hér í Reykjanesbæ. Og menn eru ekki mjög bjartsýnir á sumarið,“ segir Einar í samtali við Vísi.

Hann segist ekki vita hvað menn sem fengist hafa við akstur á þessu svæði muni gera. „Menn munu sennilega ekki hætta en það liggur fyrir að það verður minni innkoma. Og lengri vinnutími. Til dæmis var ég kominn hingað á flugstöðina klukkan 6:30 og er enn að bíða. Ég er ekki bjartsýnn á að ég fari héðan fyrr en svona um klukkan 14-15 í dag.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.