Gjaldþrot WOW air getur haft mjög mikil áhrif á rekstur borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 09:08 Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á, að því er segir í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar. vísir/vilhelm Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“ Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Efnahagsleg áhrif af gjaldþroti WOW air geta hafa mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgar gangi sú sviðsmynd eftir sem sett er fram í minnisblaði áhættumatsdeildar fjármálaskrifstofu borgarinnar. Minnisblaðið var lagt fyrir á fundi borgarráðs í gær. Það er unnið út frá greiningu starfshóps stjórnvalda um möguleg áhrif af falli WOW air sem unnin var í haust en einnig er byggt á sambærilegum greiningum Reykjavík Economics og Arion banka auk minnisblaðs Moody‘s um sama efni. Í sviðsmynd fjármálaskrifstofunnar segir að gjaldþrot WOW air geri það að verkum að horfur í rekstrarumhverfi og efnahagsmálum Reykjavíkurborgar hafi versnað. Ekki sé gert ráð fyrir því í greiningunni að nýir aðilar fylli fljótt upp í sætaframboð WOW air heldur að það komi þó nokkuð högg á hagkerfið vegna gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir því í sviðsmyndinni að talsverður samdráttur verði strax á þessu ári og verðbólga aukist miðað við áður gefnar forsendur fjármálaáætlunar borgarinnar. Þá geta áhrif á Orkuveitu Reykjavíkur orðið töluverð í gegnum verðbólgu og gengisveikingu þar sem OR er með mikið af lánum sem bera eigendaábyrgð sem eru bæði í verðtryggðum krónum og erlendri mynt. Niðurstaða sviðsmyndar fjármálaskrifstofunnar er sú að rekstrarniðurstaða borgarinnar fyrir árið verði töluvert lægri en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun, eða sem nemur 3,3 milljörðum króna. Kemur þetta til vegna minnkandi vinnumagns sem hefur áhrif til lækkunar á útsvarstekjum. Sjóðstaða borgarinnar mun þó haldast jákvæð fyrir þetta ár en er þó töluvert undir því sem gert var ráð fyrir, eða sem nemur um 3,9 milljörðum króna. Minnisblaðinu lýkur á þessum orðum þar sem niðurstaða þess er dregin saman: „Af sviðsmyndinni sem hér er sett fram sést að metin efnahagsleg áhrif af falli WOW air geta haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykjavíkurborgargangi sú myndeftir. Sjóðstaða borgarsjóðs er sterk en fer hratt lækkandi í sviðsmyndinni en helst þó jákvæð í u.þ.b. eitt og hálft ár eftir að fall WOW air skellur á. Þessi lækkandi sjóðstaða gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða borgarinnar auk endurskoðunar á fjárfestingaráætlun. Þess ber þó að geta að niðurstöður þeirra aðila sem lagt er til grundvallar hér í þessari sviðsmynd eru háðar mikilli óvissu sem og mat fjármálaskrifstofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykjavíkurborgar. Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flugmarkað og fylla í skarð WOW air sem og hversu mikið aðrar atvinnugreinar geta tekið við því vinnuafli sem tapast í ferðaþjónustu. Að auki eru almennt taldar einhverjar líkur á því að Seðlabankinn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hagvöxt.“
Fréttir af flugi Reykjavík WOW Air Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira