Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fangar á Litla-Hrauni hafa kastað upp lyfinu suboxone sem ætlað er sjúklingum í viðhaldsmeðferð gegn morfínfíkn og selt það áfram. Um tuttugu fangar fá lyfinu ávísað þrátt fyrir að það sé á bannlista í fangelsum samkvæmt reglum landlæknis. Rætt verður við fyrrverandi fanga í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem segir neyslu á læknadópi hafa stóraukist á Litla-Hrauni.

Við ræðum einnig við Hrönn Sveinsdóttur í fréttatímanum en ellefu ára einhverf dóttir hennar getur ekki gengið í skóla eða fengið viðeigandi hjálp. Líðan hennar fer versnandi þar sem hún einangrast heima hjá sér.

Við fjöllum einnig áfram um handtöku Assange í Bretlandi í gær en Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, skorar á bresk stjórnvöld að láta ekki undan kröfum Bandaríkjamanna um að framselja hann. Við hlerum tóninn í fólki í Finnafirði og fáum að vita hvað því finnst um stórskipahöfn í firðinum og við lítum við á fatamarkaði sem fyrrverandi flugfreyjur WOW héldu í dag.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×