Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er rætt við deildarstjóra hjá barna- og unglingageðdeild sem segir að farsælast væri að takast á við vanda barna með einhverfi í nærumhverfi þeirra. Tilfelli sem komi inn á borð BUGL séu alvarleg og vandi barnanna fjölþættur. Því komi upp tilfelli þar sem hvorki foreldrar né sérfræðingar geti áttað sig á hvers vegna meðferðir skili ekki árangri.

Einnig ræðum við við leikskólastjóra sem segir tilraunaverkefni um sumaropnanir í sex leikskólum í Reykjavík hafa verið pólitískt loforð og ekki gert í samráði við leikskólastjóra áður en því var hrint í framkvæmd.

Við ræðum einnig við formann VR um styttingu vinnuvikunnar. Hann segir að verði nýir kjarasamningar samþykktir muni vinnudagurinn styttast um níu mínútur frá áramótum og að það verði ekki valkvætt. Kosningar um kjarasamninginn meðal félagsmanna VR og Starfsgreinasambandsins eru hafnar og líkur eftir helgi.

Þá kíkjum við á Blúshátíð sem hófst í Reykjavík í dag og á Lego skipasmíði þar sem hugmyndaflugið fékk að njóta sín til fulls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×