Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um hóp huldufólks sem stendur fyrir hópfjármögnun til endurreisnar WOW Air þar sem biðlað er til almennings og fyrirtækja um að taka þátt.

Við fjöllum um þingkosningarnar í Finnlandi og höldum áfram umfjöllun um sumaropnanir leikskóla Reykjavíkurborgar.

Þá segjum við frá því að háskólamenntuðu fólki hafi fjölgað á atvinnuleysisskrá þar sem formaður Bandalags háskólamanna segir vandann liggja í því að vinnumarkaðurinn og menntaþróun gangi ekki í takt.

Við fjöllum um matarsóun og nýkrýndan heimsmeistara í íssundi.

Þá hittum við tvíburana í The Proclaimers sem halda stórtónleika á Íslandi á morgun.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×