Börn hælisleitenda munu stunda nám í Háaleitisskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. apríl 2019 11:22 Stoðdeildin mun taka til starfa í byrjun ágúst. vísir/vilhelm Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn í síðustu viku að frá og með næsta hausti verður starfrækt sérstök stoðdeild í Háaleitisskóla – Álftamýri fyrir börn hælisleitenda. Áætlaður kostnaður borgarinnar er um 14,5 milljónir en ríkið til tíu milljónir króna. Heildarkostnaður er því áætlaður um 24,5 milljónir króna en ráðið verður í eitt stöðugildi deildarstjóra, þrjú föst stöðugildi kennara og eitt stöðugildi stuðningsfulltrúa. Fyrst var greint frá málinu á vef RÚV en í greinargerð sem lögð var fram með tillögunni á fundi skóla- og frístundaráðs kemur fram að stoðdeildin sé fyrst og fremst hugsuð fyrir börn í 3.-10. bekk sem þurfa sértækan stuðning þegar þau hefja nám við grunnskóla í Reykjavík.Áttu upphaflega að fara í Vogaskóla Fyrst og fremst er um að ræða börn umsækjenda um alþjóðlega vernd og í einhverjum tilfellum börn sem eiga að baki mjög rofna skólagöngu erlendis. Áður hafði verið greint frá tillögum þess efnis að börnin færu í Vogaskóla og myndu fá kennslu í húsnæði frístundaheimilis skólans, Vogaseli. Bæði deildarstjóri sérkennslu við skólann, Helga Helgadóttir, sem og skólastjóri hans, Jónína Ólöf Emilsdóttir, lýstu efasemdum sínum með fyrirkomulagið. Þannig sagði Jónína að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám við skólann. Sagði hún betra ef börnin færu í tvo til þrjá skóla í borginni.Kennarar lýstu mikilli ánægju með verkefnið Nú er hins vegar komin lending í málið. Í greinargerðinni segir að áætlað sé að stoðdeildin taki til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Umsögn skólaráðs Háaleitisskóla liggur fyrir þar sem segir að ráðið leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar. Það sé hins vegar mikilvægt að deildinni verði tryggt nægt fjármagn, aðstaða og aðrar bjargir um ókomna framtíð. Þá fjallaði kennarafundur í skólanum einnig um stofnun deildarinnar og lýsti mikilli ánægju með verkefnið. Þá fjallaði foreldrafélag Háaleitisskóla einnig um deildina. Í umsögn félagsins segir að það leggist ekki gegn stofnun stoðdeildarinnar og það treysti því að starfseminni verði tryggt nægt fjármagn. Einnig óskað eftir því að skólayfirvöldum verði gert kleift að aðlaga nemendur og foreldra þeirra sem nú þegar sækja nám í skólanum að nýrri starfsemi með fræðslu og upplýsingagjöf.Lögð áhersla á að byggja upp heildrænan starfsdag barnanna Í greinargerðinni segir að mikilvægt sé að hlúa að þeim nemendum sem séu börn hælisleitenda. Um sé að ræða viðkvæman hóp og að búast megi við því að stór hluti barnanna staldri stutt við í íslensku samfélagi. Lögð verður áhersla á að nemendur verði tímabundið við stoðdeildina á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Þá verður einnig lögð áhersla á að byggja upp „heildrænan starfsdag barnanna með tillit til félagslegrar þátttöku í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðs vegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur,“ að því er segir í greinargerðinni.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06
Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Jónína Ólöf Emilsdóttir segir að betra yrði að koma börnum hælisleitenda á grunnskólaaldri fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. 14. febrúar 2019 14:00