Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2019 14:53 Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar. „Þetta er sérstök aðför að heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Ég get ekki annað sagt,“ segir Björgvin Þorsteinsson lögmaður Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir heimild til að áfrýja máli lögmannsins og fyrrverandi Hæstaréttardómara, Jóns Steinars, á hendur félaginu. Dómur gekk í Landsrétti í síðustu viku þar sem dómi frá í héraði var snúið Jóni Steinari í vil. Þannig liggur fyrir að sjálft Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar í málinu. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti.Óræðar heimildir Dómur Landsréttar er skýr að mati Jóns Steinars og Björgvins meðan dómurinn sem féll í héraði stenst að þeirra mati enga skoðun og sé að þeirra mati hinn einkennilegasti.Jón Steinar lögmaður er fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann hefur gagnrýnt dómstóla harðlega og er nú kominn uppá kant við sitt eigið félag en þar er hann heiðursfélagi.fbl/ernirNiðurstaða dómsins byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands er geti ekki átt aðild að kærum til þessarar nefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Úrskurðarnefndin geti aðeins fjallað um kærur á hendur lögmönnum frá þeim sem hefur talið að lögmaður hafi brotið gegn sér. Svo háttaði ekki í þessu máli, að sögn Björgvins, heldur tók stjórn Lögmannafélagsins það upp hjá sjálfri sér að beina kvörtun sinni á hendur Jóni til nefndarinnar vegna samskipta hans við mann sem var stjórninni óviðkomandi.Skilur ekki hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu Björgvin segir áminninguna sem Jón Steinar hlaut fráleita. Fyrir nokkrum árum óskaði þáverandi stjórn lögmannafélagsins eftir því að sett yrði inn í lög heimild til að stjórnin gæti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefnd. Það varð ekki.Reimar Pétursson er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.visir/gva„Þá bara tóku þeir sér þetta vald. Með aðstoð úrskurðarnefndarinnar sem er þeim greinilega handgengin,“ segir Björgvin og bendir á það sem hann telur að ætti að blasa við að fyrst farið var fram á að þetta ákvæði yrði sett inn í lög þá hlytu það að byggja á þeim skilningi að um ólögmæta aðgerð væri að ræða öðrum kosti. Sú heimild hafi ekki verið fyrir hendi. „Ég get ekki séð hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu. Ég held að það sé nóg komið. Og það væri gaman að vita hversu mikinn kostnað félagið hefur mátt standa straum af vegna þessarar vegferðar. Og greinilega vilja þeir fórna meiru til.“Segir lögmannafélagið hafa skömm af málinu Björgvin segir að fyrir utan að hafa lögbundnar skyldur sem lúta að eðlilegu eftirliti með lögmönnum þá ætti félagið kannski að einbeita sér að því að sinna hagsmunum lögmanna, en ekki dómara. Björgvin segist aðspurður ekki ætla að leggja mat á hvað býr þarna að baki.Landsréttur. Hugmyndin með millidómsstigi var meðal annars sú að minnka álag á Hæstarétti. Hins vegar virðast Íslendingar, og meira að segja sjálft Lögmannafélagið, ekki líta öðru vísi á en svo vert sé að áfrýja ýmsu sem þar er í dæmt.fbl/ernir„En, ég get ekki séð hvað það varðar lögmannastéttina í heild hvað einn lögmaður segir í símtali eða pósti til dómara. Þetta varðar orð sem féllu í póstum þeirra á milli. Sem svo dómarinn lætur fyrrum formann félagsins vita af. En leggur ekki fram neinar kröfur sjálfur. Formaðurinn fór með það fyrir fund í stjórn Lögmannafélagsins sem ákvað þá að verða aðili að þessu máli, að krefjast þess að Jón yrði áminntur. Allt kemur þetta til vegna þess að dómarinn var augljóslega að beita Jón rangindum. Það sést greinilega á bréfaskrifum þeirra, Jón Steinar verður reiður, bregst þannig við, að mörgu leyti eðlilega.“ Björgvin segist ekki sjá að þetta mál eigi neitt erindi til Hæstaréttar. „Lögmannafélagið hefur haft lítið annað en skömm af þessu máli. En hvort verður veitt áfrýjunarleyfi ætla ég ekki að segja um. Maður veit aldrei hvernig þeir eru innstilltir.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Berglindi Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands, í dag vegna málsins en án árangurs. Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Þetta er sérstök aðför að heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Ég get ekki annað sagt,“ segir Björgvin Þorsteinsson lögmaður Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Lögmannafélag Íslands hefur óskað eftir heimild til að áfrýja máli lögmannsins og fyrrverandi Hæstaréttardómara, Jóns Steinars, á hendur félaginu. Dómur gekk í Landsrétti í síðustu viku þar sem dómi frá í héraði var snúið Jóni Steinari í vil. Þannig liggur fyrir að sjálft Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar í málinu. Lögmannafélagið áminnti Jón Steinar fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Þessu vildi Jón Steinar ekki una, taldi áminninguna utan allrar lögsögu og kærði félagið á móti.Óræðar heimildir Dómur Landsréttar er skýr að mati Jóns Steinars og Björgvins meðan dómurinn sem féll í héraði stenst að þeirra mati enga skoðun og sé að þeirra mati hinn einkennilegasti.Jón Steinar lögmaður er fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann hefur gagnrýnt dómstóla harðlega og er nú kominn uppá kant við sitt eigið félag en þar er hann heiðursfélagi.fbl/ernirNiðurstaða dómsins byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands er geti ekki átt aðild að kærum til þessarar nefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Úrskurðarnefndin geti aðeins fjallað um kærur á hendur lögmönnum frá þeim sem hefur talið að lögmaður hafi brotið gegn sér. Svo háttaði ekki í þessu máli, að sögn Björgvins, heldur tók stjórn Lögmannafélagsins það upp hjá sjálfri sér að beina kvörtun sinni á hendur Jóni til nefndarinnar vegna samskipta hans við mann sem var stjórninni óviðkomandi.Skilur ekki hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu Björgvin segir áminninguna sem Jón Steinar hlaut fráleita. Fyrir nokkrum árum óskaði þáverandi stjórn lögmannafélagsins eftir því að sett yrði inn í lög heimild til að stjórnin gæti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefnd. Það varð ekki.Reimar Pétursson er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.visir/gva„Þá bara tóku þeir sér þetta vald. Með aðstoð úrskurðarnefndarinnar sem er þeim greinilega handgengin,“ segir Björgvin og bendir á það sem hann telur að ætti að blasa við að fyrst farið var fram á að þetta ákvæði yrði sett inn í lög þá hlytu það að byggja á þeim skilningi að um ólögmæta aðgerð væri að ræða öðrum kosti. Sú heimild hafi ekki verið fyrir hendi. „Ég get ekki séð hvaða hagsmuni félagið hefur af þessu. Ég held að það sé nóg komið. Og það væri gaman að vita hversu mikinn kostnað félagið hefur mátt standa straum af vegna þessarar vegferðar. Og greinilega vilja þeir fórna meiru til.“Segir lögmannafélagið hafa skömm af málinu Björgvin segir að fyrir utan að hafa lögbundnar skyldur sem lúta að eðlilegu eftirliti með lögmönnum þá ætti félagið kannski að einbeita sér að því að sinna hagsmunum lögmanna, en ekki dómara. Björgvin segist aðspurður ekki ætla að leggja mat á hvað býr þarna að baki.Landsréttur. Hugmyndin með millidómsstigi var meðal annars sú að minnka álag á Hæstarétti. Hins vegar virðast Íslendingar, og meira að segja sjálft Lögmannafélagið, ekki líta öðru vísi á en svo vert sé að áfrýja ýmsu sem þar er í dæmt.fbl/ernir„En, ég get ekki séð hvað það varðar lögmannastéttina í heild hvað einn lögmaður segir í símtali eða pósti til dómara. Þetta varðar orð sem féllu í póstum þeirra á milli. Sem svo dómarinn lætur fyrrum formann félagsins vita af. En leggur ekki fram neinar kröfur sjálfur. Formaðurinn fór með það fyrir fund í stjórn Lögmannafélagsins sem ákvað þá að verða aðili að þessu máli, að krefjast þess að Jón yrði áminntur. Allt kemur þetta til vegna þess að dómarinn var augljóslega að beita Jón rangindum. Það sést greinilega á bréfaskrifum þeirra, Jón Steinar verður reiður, bregst þannig við, að mörgu leyti eðlilega.“ Björgvin segist ekki sjá að þetta mál eigi neitt erindi til Hæstaréttar. „Lögmannafélagið hefur haft lítið annað en skömm af þessu máli. En hvort verður veitt áfrýjunarleyfi ætla ég ekki að segja um. Maður veit aldrei hvernig þeir eru innstilltir.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Berglindi Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands, í dag vegna málsins en án árangurs.
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50