Innlent

Losun jókst þrátt fyrir átak 

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Vegasamgöngur eru stærsti losunarvaldurinn, eða sem nemur 34 prósentum.
Vegasamgöngur eru stærsti losunarvaldurinn, eða sem nemur 34 prósentum. Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir að­gerðir til að stemma stigu við losun gróður­húsa­loft­tegunda hefur losun, á beina á­byrgð ís­lenska ríkisins, aukist á milli ára. Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar kemur fram að losun jókst um 2,2 prósent milli áranna 2016 og 2017.

Umhverfisstofnun þarf að gera skil á losunarbókhaldi Íslands vegna loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að losun okkar frá 2005 hafi dregist saman um 5,4 prósent en verið þó nokkuð stöðug frá árinu 2012, þrátt fyrir tilraunir til að draga úr losun.

Aukinn fjöldi ferðamanna og aukin almenn neysla hér á landi er sögð ástæða þessa. Vegasamgöngur eru stærsti losunarvaldurinn, eða sem nemur 34 prósentum. Því næst olíunotkun fiskiskipa 18 prósent og loks losun frá skepnum í landbúnaði, 10 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.