Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Helgu Möller, söngkonu, sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum eftir liðskiptaaðgerð frekar til Svíþjóðar en einkarekinna stofa hér á landi. Hún hefur verið óvinnufær frá því í desember þar sem liðbrjóskið er farið í mjöðm og fékk að vita að biðin eftir aðgerð væri að minnsta kosti ár.

Fjallað verður ítarlega um brunann í Notre Dame kirkjunni í París í gær. Forseti Frakklands hefur heitið endurreisn hennar og almenningur, stofnanir og fyrirtæki hafa nú þegar lofað hundruð milljónum evra í verkið.

Í fréttatímanum kíkjum við einnig á uppfinningar háskólanema en þar má finna bjórsjálfsala, lyfjaskammtara og tröppu fyrir stóra bíla. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×