Innlent

2,5 milljón króna stjórnvaldssekt lögð á Menn í vinnu

Sylvía Hall skrifar
Vinnumálastofnun hefur lagt 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið Menn í vinnu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði í samtali við fréttastofu ástæðuna vera algjört ósamræmi milli skráðra einstaklinga hjá stofnunni og þeirra sem fyrirtækið greiddi af hjá ríkisskattstjóra.

Forsvarsmenn Manna í vinnu hafa kært ákvörðunina til félagsmálaráðuneytisins og fara fram á að hún verði felld úr gildi eða lækkuð verulega.

Í gögnum fréttastofu kemur meðal annars fram að þeir telja ákvörðun Vinnumálastofnunnar fela í sér valdníðslu og brot á stjórnsýslulögum. Ekki hefur verið úrskurðað í málinu.


Tengdar fréttir

Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni

Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×