Innlent

Stefnt að því að vígja brúna yfir Eldvatn í sumarlok

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá brúarsvíðinni yfir Eldvatn.
Frá brúarsvíðinni yfir Eldvatn. vegagerðin

Vegagerðin stefnir á það að vígja nýju brúna yfir Eldvatn í sumarlok en góður gangur er í brúarsmíðinni að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Brúin yfir eldvatn er hjá Ásum í Skaftártungu. Hún skemmdist í Skaftárhlaupi árið 2015 er rof varð á eystri bakka brúarinnar sem leiddi til þess að hún skekktist. Það hafði svo áhrif á burðarþol hennar.

„Vegagerðin stóð fyrir miklum athugunum á ástandi brúarinnar og að lokum var ákveðið að opna hana en með miklum takmörkunum þó. Heildarþungi ökutækis á brúnni var takmarkaður við 5 tonn og einungis ein bifreið var leyfð á brúnni samtímis.

Þar sem talið var að flóð myndu auka á rof á eystri árbakkanum var tekin ákvörðun um að byggja nýja brú en árið 2016 tilkynnti Vegagerðin um fyrirhugaða byggingu 78 metra langrar brú yfir Eldvatn, skammt neðan núverandi brúarstæðis,“ segir á vef Vegagerðarinnar þar sem nánar er fjallað um brúna sjálfa:

„Brúin er stálbogabrú með frístandandi bogum og neti hengistanga sem ber uppi langbitana. Brúargólfið er steypt plata, samverkandi við þverbita, steypt ofan á forsteyptar einingar. Undirstöður eru steyptar, skorðaðar í klöpp með bergboltum.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×