Fjöldi brúa sem uppfyllir ekki reglur um burðarþol og öryggi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 22:00 Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira