Fjöldi brúa sem uppfyllir ekki reglur um burðarþol og öryggi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 22:00 Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira