Lífið

Cole Sprouse staddur á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cole Sprouse var snemma á ferð í morgun.
Cole Sprouse var snemma á ferð í morgun. Mynd/Samsett

Bandaríski leikarinn Cole Sprouse er staddur á Íslandi, ef marka má færslur hans á Instagram frá því í morgun.

Sprouse deilir þar myndböndum af íslensku landslagi en hann virðist á ferð um Suðurland í rigningunni. Þá heimsækir hann einnig svarta sanda við ísilagt lón, að öllum líkindum Jökulsárlón.

Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cody Martin í þáttaröðinni The Suite Life of Zack and Cody, sem sýnd var á Disney Channel árin 2005 til 2008. Tvíburabróðir hans, Dylan Sprouse, fór með hlutverk Zack í þáttunum.

Bræðurnir tóku sér frí frá leiklistinni í byrjun áratugarins og settust á skólabekk í New York, þar sem Cole lagði stund á fornleifafræði. Í seinni tíð hefur hann líklega gert garðinn frægastan í þáttunum Riverdale sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni CW.

Ekki er ljóst hvenær Sprouse kom til Íslands eða hversu lengi hann mun dvelja hér á landi. Þess má þó geta að kvikmyndin Five Feet Apart, með Cole í öðru aðalhlutverka, er frumsýnd hér á landi í dag.

Úr Instagram-story Cole Sprouse frá því í morgun. Instagram/colesprouse
Hvar ætli þessi sé tekin? Instagram/Colesprouse


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.