Innlent

Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skúli Mogensen, fyrrverandi stofnandi og forstjóri Wow Air.
Skúli Mogensen, fyrrverandi stofnandi og forstjóri Wow Air. Fréttablaðið/Anton Brink

Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. Þetta staðfesta Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, og Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá málinu í dag.

Sjá einnig: Cyclot­honið mun á­fram lifa þrátt fyrir fall WOW

„Okkur finnst það nafn bara vera mjög gott óháð vöru og búið að skapa sér sess meðal hjólafólks, ekki bara á Íslandi heldur líka erlendis, þannig að við sáum enga ástæðu til að breyta því,“ segir Skúli Mogensen í samtali við Vísi.

Skúli ítrekar nú að WOW air hafi ekki átt WOW Cyclothonið. Hið síðarnefnda sé sjálfstætt félag sem lifa muni áfram.

Þegar farið er inn á skráningarsíðu WOW Cyclothon er hjólreiðamönnum boðið upp afslátt á flugferðum með WOW air og þá er einnig tekið fram að ferðaskrifstofan Gaman Ferðir geti aðstoðað við „að græja málin“. WOW flýgur hins vegar ekki lengur og þá hættu Gaman Ferðir starfsemi í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins, sem átti 49% hlut í ferðaskrifstofunni.

„Það þarf að uppfæra það, augljóslega,“ segir Skúli.

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, stofnaði WOW Cyclothon ásamt Skúla árið 2011. Keppnin hefur verið haldin árlega síðan þá og taka iðulega hundruð manns þátt.

Magnús segirí samtali við Vísi að ákvörðun hafi verið tekin um að halda nafni og útliti keppninnar þar sem skammur tími sé til stefnu, en hún fer fram dagana 25-29. júní í ár. Þá hafi skráningar farið hægar af stað en áður í ljósi falls WOW air vegna þess að misskilnings hafi gætt um eignarhald flugfélagsins á keppninni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.