Rústaði WOW Cyclothon og stefnir á eina erfiðustu keppni heims í haust Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2018 14:15 Eiríkur Ingi á ferð um Suðurland. Mynd/Rut Sigurðardóttir Eiríkur Ingi Jóhannsson kom sá og sigraði í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Hann kom í mark seint í gærkvöldi og hjólaði hringinn á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur fór níu klukkutímum hraðar en sigurvegarinn í fyrra og bætti fyrra brautarmetið, sem var sett 2015 um rúma fimm klukkutíma. Eiríkur hefur þrisvar áður keppt í WOW Cyclothon og lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti. Síðast keppti hann árið 2016. „Ég byrjaði fyrsta árið að fara bara og prófa af því vinur minn gaf mér hugmyndina. Þá tók ég þriðja, svo tók ég annað og svo fyrsta,“ segir Eiríkur Ingi í samtali við Vísi. „Ég var ekki kominn með brautarmetið enn þá. Það var eitthvað eftir. Núna tæknilega séð er ekkert eftir nema ég væri til í að gera þetta á 55 tímum. En þetta er ansi nálægt því. En ég er búinn að skoða gögnin mín og ég get séð að við sambærilegar aðstæður þá er leikur einn að ná því.“ Eiríkur tók fyrst þátt í WOW Cyclothon árið 2014 eftir að vinur hans, Jón Eggert Guðmundsson þríþrautarkappi, stakk upp á því. „Hann ætlaði að fara að taka þátt og ég var búinn að vera í slysafríi og ég hugsaði að það gæti verið ágætt að skella sér og prófa bara. Þetta ver nú ekki flóknara en það. Svo skráði ég mig bara til leiks og svo hef ég bara verið fastur í þessu. Ég kalla þetta alltaf hjólakeppnina mína. Allar hinar keppnirnar eru bara æfing.“Alltaf gaman að renna sér Aðspurður um hvers vegna hjóladellan hafi náð svo föstum tökum á honum segir Eiríkur að því fylgi frelsi. „Er ekki bara alltaf gaman að renna sér? Fólk fer í rússíbana og aðrir kaupa hjól. Ég held það sé bara eitthvað svipað því. Frelsið að vera rúllandi. Enginn hávaði.“ Hann er þó hvergi nærri hættur og stefnir á keppnina Race Around Ireland sem haldin er á Írlandi í lok ágúst. Þá stefnir hann á að taka þátt í Race Across America á næsta ári. „Ég er mest að byggja mig upp í að fara til Bandaríkjanna að keppa og ég hef tekið þátt í keppni á Írlandi sem er tæknilega séð erfiðari en Bandaríkjakeppnin. Bandaríkin eru bara lengri, hún er 5000 kílómetrar en hún er slétt og auðvelt að rata. En Írland er talin vera með erfiðustu keppnunum. Ég tók það í fyrra og endaði í þriðja í heild og öðru í karla.“ Vegna keppninnar á Írlandi tók Eiríkur ekki þátt í WOW Cyclothon á síðasta ári. „Svo ætlaði ég ekkert að taka þátt á þessu ári en ég ákvað að prófa að taka tvær keppnir með stuttu millibili. Það eru ekki nema tveir mánuðir í Írlandskeppnina. Ég á eftir að klára að fjármagna hana. Ef sponsarnir detta inn þá er ég á leiðinni þangað í ágúst.“Hjóla Eiki er kominn í mark á 56:12:40 Fyrstur í einstaklingskeppni WOW cyclothon 2018! Ótrúlegur tími en Eiki er að slá brautarmet í einstaklingsflokki Innilega til hamingju! // Congratulations to the solo-winner Eiríkur Ingi! Finishing WOW cyclothon at 56:12:40 pic.twitter.com/6BbEwUbX8D— WOW Cyclothon (@WOWCyclothon) June 29, 2018 Öll met slegin í góðu veðri Veðrið lék við hjólagarpana í WOW Cyclothon í ár og brautarmet voru slegin ítrekað. Þannig voru fyrstu þrjú liðin í hópi 10 manna liða öll á betri tíma en sigurvegararnir í sama flokki í fyrra. „Það eru öll met slegin í góðu veðri. Við erum að tala um brautarmet og það er stysti tíminn og ég keppti árið sem gamla brautarmetið var og það var sambærilegt þessu,“ segir Eiríkur en bæti þó við að ferðin hafi verið nokkuð strembin þrátt fyrir blíðu stóran hluta leiðarinnar. „Allt er rok nema meðvindur. Logn er líka rok þegar þú ert á hjóli. Þú þarft að brjóta meira á vindinum. En það var samt skítakuldi og mjög rakt sem gerði þetta frekar erfitt. Vindurinn var hagstæður en þú fékkst alltaf þennan helvítis kulda.“ Eiríkur hefur sem fyrr segir tekið þátt nú alls fjórum sinnum. Hann segir að það sé skemmtilegast að koma í heimasveitina í Hrútafirði. „Sko það er aldrei neitt auðvelt. Þetta er alltaf jafn erfitt. En það er alltaf gaman að koma heim í Hrútafjörð. Sérstaklega núna, veðrið var alveg frábært. Það var gaman að vera uppi á heiði og horfa á sveitina sína. Svo er alltaf frábært að fara niður Öxi hjóli. Þar leyfði ég mér að fara eins hratt og ég þorði í svefnleysinu.“Þegar einstaklingar voru ræstir út.Mynd/Rut SigurðardóttirAmeríka næsta markmið Svefnleysið kemur nokkrum sinnum upp í samtali Eiríks við blaðamann. Kannski skiljanlega, enda hjólaði hann í 56 klukkutíma og hann segir strembið að jafna sig eftir keppni. „Núna er það aðallega svefnleysi sem er að hrjá mig. Fyrstu tímana eftir keppni þá var ég kvalinn. En það er mismunandi eftir keppnum. Ég var í raun hissa að ég væri svona slæmur í löppunum. Eftir keppnina á Írlandi, sem er miklu erfiðari keppni, sluppu lappirnar algjörlega. Núna er ég bara að berjast við smá meiðsli í löppunum sem eru að lagast og svo er það bara að ná upp þreytunni næstu daga.“ Stefnan er sett á Ameríku næsta sumar og Eiríkur vill lítið segja um framhaldið. „Ég ætla ekki að gefa út að ég sé hættur þessu eftir Ameríku en við sjáum hvaða della grípur eftir það. Mig langar að fara einu sinni til Bandaríkjanna og standa mér hrikalega vel og segja það gott.“ Wow Cyclothon Tengdar fréttir Eiríkur Ingi kominn í mark Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða í janúar árið 2012 og Bylgjan valdi sem mann þess árs, er kominn í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn einn síns liðs. 27. júní 2014 16:23 „Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18 Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Eiríkur Ingi Jóhannsson vann einstaklingskeppni Wow Cyclathon en Ítalinn sem var í öðru sæti tók ósigrinum fremur illa. 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43 Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eiríkur Ingi Jóhannsson kom sá og sigraði í einstaklingskeppni WOW Cyclothon. Hann kom í mark seint í gærkvöldi og hjólaði hringinn á rúmum 56 klukkutímum. Eiríkur fór níu klukkutímum hraðar en sigurvegarinn í fyrra og bætti fyrra brautarmetið, sem var sett 2015 um rúma fimm klukkutíma. Eiríkur hefur þrisvar áður keppt í WOW Cyclothon og lent í þriðja, öðru og fyrsta sæti. Síðast keppti hann árið 2016. „Ég byrjaði fyrsta árið að fara bara og prófa af því vinur minn gaf mér hugmyndina. Þá tók ég þriðja, svo tók ég annað og svo fyrsta,“ segir Eiríkur Ingi í samtali við Vísi. „Ég var ekki kominn með brautarmetið enn þá. Það var eitthvað eftir. Núna tæknilega séð er ekkert eftir nema ég væri til í að gera þetta á 55 tímum. En þetta er ansi nálægt því. En ég er búinn að skoða gögnin mín og ég get séð að við sambærilegar aðstæður þá er leikur einn að ná því.“ Eiríkur tók fyrst þátt í WOW Cyclothon árið 2014 eftir að vinur hans, Jón Eggert Guðmundsson þríþrautarkappi, stakk upp á því. „Hann ætlaði að fara að taka þátt og ég var búinn að vera í slysafríi og ég hugsaði að það gæti verið ágætt að skella sér og prófa bara. Þetta ver nú ekki flóknara en það. Svo skráði ég mig bara til leiks og svo hef ég bara verið fastur í þessu. Ég kalla þetta alltaf hjólakeppnina mína. Allar hinar keppnirnar eru bara æfing.“Alltaf gaman að renna sér Aðspurður um hvers vegna hjóladellan hafi náð svo föstum tökum á honum segir Eiríkur að því fylgi frelsi. „Er ekki bara alltaf gaman að renna sér? Fólk fer í rússíbana og aðrir kaupa hjól. Ég held það sé bara eitthvað svipað því. Frelsið að vera rúllandi. Enginn hávaði.“ Hann er þó hvergi nærri hættur og stefnir á keppnina Race Around Ireland sem haldin er á Írlandi í lok ágúst. Þá stefnir hann á að taka þátt í Race Across America á næsta ári. „Ég er mest að byggja mig upp í að fara til Bandaríkjanna að keppa og ég hef tekið þátt í keppni á Írlandi sem er tæknilega séð erfiðari en Bandaríkjakeppnin. Bandaríkin eru bara lengri, hún er 5000 kílómetrar en hún er slétt og auðvelt að rata. En Írland er talin vera með erfiðustu keppnunum. Ég tók það í fyrra og endaði í þriðja í heild og öðru í karla.“ Vegna keppninnar á Írlandi tók Eiríkur ekki þátt í WOW Cyclothon á síðasta ári. „Svo ætlaði ég ekkert að taka þátt á þessu ári en ég ákvað að prófa að taka tvær keppnir með stuttu millibili. Það eru ekki nema tveir mánuðir í Írlandskeppnina. Ég á eftir að klára að fjármagna hana. Ef sponsarnir detta inn þá er ég á leiðinni þangað í ágúst.“Hjóla Eiki er kominn í mark á 56:12:40 Fyrstur í einstaklingskeppni WOW cyclothon 2018! Ótrúlegur tími en Eiki er að slá brautarmet í einstaklingsflokki Innilega til hamingju! // Congratulations to the solo-winner Eiríkur Ingi! Finishing WOW cyclothon at 56:12:40 pic.twitter.com/6BbEwUbX8D— WOW Cyclothon (@WOWCyclothon) June 29, 2018 Öll met slegin í góðu veðri Veðrið lék við hjólagarpana í WOW Cyclothon í ár og brautarmet voru slegin ítrekað. Þannig voru fyrstu þrjú liðin í hópi 10 manna liða öll á betri tíma en sigurvegararnir í sama flokki í fyrra. „Það eru öll met slegin í góðu veðri. Við erum að tala um brautarmet og það er stysti tíminn og ég keppti árið sem gamla brautarmetið var og það var sambærilegt þessu,“ segir Eiríkur en bæti þó við að ferðin hafi verið nokkuð strembin þrátt fyrir blíðu stóran hluta leiðarinnar. „Allt er rok nema meðvindur. Logn er líka rok þegar þú ert á hjóli. Þú þarft að brjóta meira á vindinum. En það var samt skítakuldi og mjög rakt sem gerði þetta frekar erfitt. Vindurinn var hagstæður en þú fékkst alltaf þennan helvítis kulda.“ Eiríkur hefur sem fyrr segir tekið þátt nú alls fjórum sinnum. Hann segir að það sé skemmtilegast að koma í heimasveitina í Hrútafirði. „Sko það er aldrei neitt auðvelt. Þetta er alltaf jafn erfitt. En það er alltaf gaman að koma heim í Hrútafjörð. Sérstaklega núna, veðrið var alveg frábært. Það var gaman að vera uppi á heiði og horfa á sveitina sína. Svo er alltaf frábært að fara niður Öxi hjóli. Þar leyfði ég mér að fara eins hratt og ég þorði í svefnleysinu.“Þegar einstaklingar voru ræstir út.Mynd/Rut SigurðardóttirAmeríka næsta markmið Svefnleysið kemur nokkrum sinnum upp í samtali Eiríks við blaðamann. Kannski skiljanlega, enda hjólaði hann í 56 klukkutíma og hann segir strembið að jafna sig eftir keppni. „Núna er það aðallega svefnleysi sem er að hrjá mig. Fyrstu tímana eftir keppni þá var ég kvalinn. En það er mismunandi eftir keppnum. Ég var í raun hissa að ég væri svona slæmur í löppunum. Eftir keppnina á Írlandi, sem er miklu erfiðari keppni, sluppu lappirnar algjörlega. Núna er ég bara að berjast við smá meiðsli í löppunum sem eru að lagast og svo er það bara að ná upp þreytunni næstu daga.“ Stefnan er sett á Ameríku næsta sumar og Eiríkur vill lítið segja um framhaldið. „Ég ætla ekki að gefa út að ég sé hættur þessu eftir Ameríku en við sjáum hvaða della grípur eftir það. Mig langar að fara einu sinni til Bandaríkjanna og standa mér hrikalega vel og segja það gott.“
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Eiríkur Ingi kominn í mark Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða í janúar árið 2012 og Bylgjan valdi sem mann þess árs, er kominn í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn einn síns liðs. 27. júní 2014 16:23 „Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18 Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Eiríkur Ingi Jóhannsson vann einstaklingskeppni Wow Cyclathon en Ítalinn sem var í öðru sæti tók ósigrinum fremur illa. 21. júní 2016 18:04 Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43 Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eiríkur Ingi kominn í mark Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaðurinn sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða í janúar árið 2012 og Bylgjan valdi sem mann þess árs, er kominn í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn einn síns liðs. 27. júní 2014 16:23
„Ég vil ekki vera bara sá sem datt í sjóinn“ Eiríkur Ingi Jóhannsson afrekaði í liðinni viku að hjóla hringinn einn á rúmum þremur sólarhringum. Hann fann ekki fyrir stressi í ferðinni enda vanur álagi. Lenti í háska og heljarþrekraun þegar togarinn Hallgrímur fórst við strendur Noregs árið 2012. Þa 6. júlí 2014 00:18
Eiríkur Ingi borinn þungum sökum af ítölskum keppanda: Fékk eftirlitsbíl til að tryggja að Ítalinn færi eftir reglum Eiríkur Ingi Jóhannsson vann einstaklingskeppni Wow Cyclathon en Ítalinn sem var í öðru sæti tók ósigrinum fremur illa. 21. júní 2016 18:04
Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni. 28. desember 2012 16:43
Eiríkur Ingi lagði TM og fær bætur Tryggingafélagið þarf að greiða sjómanninum fyrrverandi tæpar 13 milljónir króna í bætur. 3. maí 2016 12:15