Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um áætlanir Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis við Stýrimannaskólann. Íbúar í Háteigshverfi eru ósáttir við áformin og segja borgaryfirvöld fara offari í hugmyndum sínum og að mikilvægu grænu svæði sé fórnað.

Við sjáum þegar síðasta haftið var sprengt í Dýrafjarðargöngum á Vestfjörðum í dag. Um þrjú hundruð manns fylgdust með en framkvæmdin er gríðarleg samgöngubót fyrir þá sem búa á svæðinu og fyrir þá sem ferðast þar um. Rúmt ár, í það minnsta, er þó í að göngin verði að fullu klár.

Við segjum líka frá því að unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi aftur að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við endurbætur munu þurfa að fara í gegnum umhverfismat.

Við ræðum einnig við verslunarrekendur á Laugarvegi sem eru fylgjandi lokun götunnar fyrir bílaumferð. Fjöllum um einangrunarvist hunda og úrelt regluverk og hittum folald sem kom í heiminn á óvenjulegum árstíma.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem eru á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá. Þær hefjast klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.