Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um áætlanir Reykjavíkurborgar um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis við Stýrimannaskólann. Íbúar í Háteigshverfi eru ósáttir við áformin og segja borgaryfirvöld fara offari í hugmyndum sínum og að mikilvægu grænu svæði sé fórnað.

Við sjáum þegar síðasta haftið var sprengt í Dýrafjarðargöngum á Vestfjörðum í dag. Um þrjú hundruð manns fylgdust með en framkvæmdin er gríðarleg samgöngubót fyrir þá sem búa á svæðinu og fyrir þá sem ferðast þar um. Rúmt ár, í það minnsta, er þó í að göngin verði að fullu klár.

Við segjum líka frá því að unnið er eftir þeirri áætlun að kísilverksmiðjan í Helguvík hefji starfsemi aftur að loknum endurbótum um mitt ár 2021. Framkvæmdir við endurbætur munu þurfa að fara í gegnum umhverfismat.

Við ræðum einnig við verslunarrekendur á Laugarvegi sem eru fylgjandi lokun götunnar fyrir bílaumferð. Fjöllum um einangrunarvist hunda og úrelt regluverk og hittum folald sem kom í heiminn á óvenjulegum árstíma.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem eru á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi, í opinni dagskrá. Þær hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×