Lífið

Króli lét lokkana fjúka

Atli Ísleifsson skrifar
Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.
Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, lét fræga lokkana sína fjúka fyrr í dag.

Króli var staddur í upptökustúdíói þegar Vísir náði tali af honum, en hann vildi lítið tjá sig um málið. „Ég var nú bara í klippingu,“ segir Króli. Hann birti hins vegar mynd af nýja „lúkkinu“ á Twittersíðu sinni með textanum „Tadaaaa“.

Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en samstarf hans og Jóa Pé er víðfrægt. Hafa þeir gefið út lög á borð við B.O.B.A., Í átt að tunglinu og Þráhyggja en öll hafa þau notið mikilla vinsælda.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.