Innlent

Íslenska ríkið skipar nefnd vegna dóma MDE

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, setja nefndina saman til að greina þau álitaefni sem leiða af dómum MDE í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, setja nefndina saman til að greina þau álitaefni sem leiða af dómum MDE í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Vísir/vilhelm

Dómsmálaráherra og fjármálaráðherra hafa sett saman nefnd sem greina á þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota. Á nefndin að móta afstöðu til þess og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim.

Íslenska ríkið hefur nú í þrígang verið dæmt brotleg gegn fjórðu grein sjöunda kafla samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á réttinn til að vera ekki sóttur til saka eða refsað tvívegis fyrir sama brot.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að við vinnu nefndarinnar skal leggja til grundvallar allar þær skýrslur sem unnið hefur verð að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni.

Formaður nefndarinnar er Ása Ólafsdóttir, prófessor, en auk hennar sitja í nefndinni, Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, Björn Þorvaldsson, saksóknari, Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur.


Tengdar fréttir

Niðurstaðan í máli Bjarna sú sama og í máli Jóns Ásgeirs

"Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu með dómi sem kveðinn var upp í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.