Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum vegna undirmönnunnar. Álag á starfsfólk er gríðarlegt og dæmi um kulnun á meðal þeirra.

Við segjum einnig frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf fimm hundruð milljónir í auka fjárframlög á ári ef framvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum. Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, en nú þegar sé mikið álag í málaflokkum.

Við segjum frá skýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur meint tengsl framboðs Donalds Trump og Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Við hittum tólf ára gamla stúlku sem er að gefa út barnabók og hittum myndlistarmanninn Tolla sem er með myndlistarsýningu á óvenjulegum stað.

Fréttirnar hefjast á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×