Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum vegna undirmönnunnar. Álag á starfsfólk er gríðarlegt og dæmi um kulnun á meðal þeirra.

Við segjum einnig frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf fimm hundruð milljónir í auka fjárframlög á ári ef framvarp til nýrra umferðarlaga verður að lögum. Aðallögfræðingur hjá lögreglunni segir breytingar um að lækka leyfileg mörk vínandamagns í blóði ökumanns leiða til töluvert fleiri verkefna hjá lögreglu, en nú þegar sé mikið álag í málaflokkum.

Við segjum frá skýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem rannsakað hefur meint tengsl framboðs Donalds Trump og Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Við hittum tólf ára gamla stúlku sem er að gefa út barnabók og hittum myndlistarmanninn Tolla sem er með myndlistarsýningu á óvenjulegum stað.

Fréttirnar hefjast á slaginu 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.