Innlent

Greiddu fyrir gistinguna með stolnu greiðslukorti

Andri Eysteinsson skrifar
Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifar undir umsögnina.
Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skrifar undir umsögnina.

Töluvert var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt föstudagsins langa. Upp úr miðnætti var lögregla kölluð til á hótel í austurborginni vegna pars sem greitt hafði fyrir hótelgistingu sína með stolnu greiðslukorti. Parið var handtekið og vistað í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þá sinnti lögregla alls átta útköllum vegna einstaklinga í andlegu ójafnvægi, lögregla fór í öllum tilfellum á staðinn til aðstoðar.  Bæði með því að freista þess að stilla til friðar eða til að aðstoða einstaklinga um að leita sér hjálpar innan geðheilbrigðiskerfisins.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna og um klukkan 21:30 stoppaði lögregla slagsmál í Kópavogi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.