Innlent

Forseti Íslands fer Píslargöngu umhverfis Mývatn

Andri Eysteinsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson er meðal þáttakenda í 25. píslargöngunni.
Guðni Th. Jóhannesson er meðal þáttakenda í 25. píslargöngunni. Aðsend/Soffía Jónsdóttir

Tæplega hundrað manns, þar á meðal Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, lögðu af stað í hina árlegu Píslargöngu umhverfis Mývatn. Þátttakendur eru ýmist gangandi, á hjólum eða á hjólaskíðum.

Píslargangan er nú haldin í 25 sinn og er leiðin sem farin er 36 km löng og fer hver á sínum forsendum og hraða.

Áður en að garparnir héldu af stað hafði Sr. Örnólfur Ólafsson á Skútustöðum sungið morguntíðir í Reykjahlíðarkirkju, Sr. Örnólfur mun svo lesa Passíusálma í Skútustaðakirkju nú klukkan 11.

Fallegt veður er í Mývatnssveit, úrkomulaust og 13 stiga hiti. Bjart og þurrt eins og fram kom í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.