Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:11 Frá Hlemmi í gærmorgun þegar farþegar biðu eftir strætó á meðan akstur lá niðri. Vísir/EgillA Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst. Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Sjá meira
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst.
Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30