Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2019 06:00 Hvalur hf. fór ekki að reglum um langreyðarveiðar 2014, 2015 og 2018. Hér má sjá slíkan hval. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00