Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:19 Frá héraðsdómi í morgun. VÍSIR/VILHELM Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima. Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima.
Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira