Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 17:30 Sigur Rósar-menn sögðu í yfirlýsingu fyrr í dag að ákæran hryggi þá en þeir vona að málið skýrist fyrir dómi. vísir/getty Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55