Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Frá afmælisfundinum. Mynd/Utanríkisráðuneytið Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið. Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Utanríkismál Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) hittust í Washington í Bandaríkjunum og funduðu um stöðu mála en fögnuðu því jafnframt að sjötíu ár eru nú liðin frá því að bandalagið var stofnað. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og segir í samtali við Fréttablaðið að samskiptin við Rússland hafi verið mjög ofarlega á baugi. Samkvæmt bandarískum miðlum endurnýjuðu NATO-ríkin ákall sitt til Rússa um að afhenda Úkraínumönnum Krímskaga á ný og frelsa þá úkraínsku sjóliða sem voru handteknir eftir átök á Asovshafi á síðasta ári. „Samskiptin við Rússland voru mjög ofarlega á baugi og þar á meðal staða INF-samningsins [um meðaldrægar kjarnaflaugar] sem var sagt upp eftir ítrekuð brot Rússlands á ákvæðum samningsins. Það var talað um Úkraínu og ástandið við Svartahaf og bandalagsríkin hétu áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Baráttan gegn hryðjuverkum og staðan í Afganistan var rædd og þar með taldar friðarumleitanir í landinu. Við hétum áframhaldandi stuðningi við uppbyggingarverkefni í Írak, Jórdaníu og Túnis sem og áframhaldandi þátttöku í fjölþjóðlegu bandalagi gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum. Fundinum lauk síðan með umræðu um jafnari skiptingu framlaga til NATO. En öll ríki bandalagsins hafa aukið verulega þátttöku sína,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að góð samstaða hafi ríkt. Mikið hefur verið fjallað um þá kröfu Donalds Trump Bandaríkjaforseta að önnur aðildarríki auki framlög sín til varnarmála og á fundi Trumps með Stoltenberg á þriðjudag sagðist forsetinn ánægður með að önnur ríki greiddu nú meira. Guðlaugur Þór segir að framlög aðildarríkja hafi verið að aukast frá árinu 2014. „Það er ekki nýtt að Bandaríkjaforsetar kalli eftir aukinni þátttöku Evrópuríkja og Kanada. Ætli menn geti ekki fundið dæmi frá John F. Kennedy og að ég held öllum forsetum síðan. En það er hins vegar óumdeilt að framlög aðildarríkja NATO hafa aukist á undanförnum árum.“ Tvö ríki NATO hafa átt í deilum að undanförnu. Tyrkir hyggjast festa kaup á rússnesku S-400-eldflaugavarnakerfi en Bandaríkjamenn hafa ítrekað varað þá við kaupunum og sagt þau stefna öryggi bandalagsríkja í hættu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði svo á miðvikudag að Tyrkir þyrftu einfaldlega að velja á milli þess að vera lykilríki innan NATO eða eldflauganna. Guðlaugur Þór segir hins vegar að þetta mál hafi ekki verið rætt á fundinum. Hann segir aukinheldur að íslensk stjórnvöld hafi ekki fjallað sérstaklega um málið.
Birtist í Fréttablaðinu NATO Utanríkismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira