Lífið

Bein útsending: Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis fyrsta föstudag í hverjum mánuði.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum Vísis fyrsta föstudag í hverjum mánuði.
Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir apríl birtust í morgun. 



Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. 

Sigga Kling verður í beinni útsendingu á Facebook Live í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Sigga gerir sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.



Klippa: Sigga Kling spáir fyrir lesendum í beinni




Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi en hún fer einnig fram í gegnum Facebook-síðu Vísis og hægt er að horfa á hana þar og skrifa spurningar til Siggu.

Sigga Kling spáir - apríl 2019 Loksins erum við komin í loftið! Spurðu Siggu Kling um það sem þér liggur á hjarta í ummælum við útsendinguna. Spáin fyrir apríl birtist í dag og það er af nægu að taka.

Posted by Vísir.is on Friday, April 5, 2019

Tengdar fréttir

Aprílspá Siggu Kling – Tvíburarnir: Tryggð skiptir þig ofsalega miklu máli

Elsku Tvíburinn minn, þú ert að vakna til vorsins og sumarið mun svo sannarlega blessa þig, þú ert með svo dásamlega sterka nærveru, getur átt það til að snöggreiðast en ert jafnfljótur að fyrirgefa, svona eins og haföldurnar síbreytilegar og þú þarft svo mikla hreyfingu til þess að nýta lífskraftinn til fullnustu.

Aprílspá Siggu Kling – Meyjan: Ekki leika þér að eldinum

Elsku Meyjan mín, þú blaktir eins og lauf í vindi og þér finnst hafa verið dálítið óveður undanfarið, þú ert búin að vera að reyna þitt besta að reyna að leysa lífsins þrautir og fá góða útkomu úr öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×