Aprílspá Siggu Kling – Hrúturinn: Ert að fara að gera eitthvað einstakt Sigga Kling skrifar 5. apríl 2019 09:00 Elsku Hrúturinn minn, þú ert að anda að þér nýrri orku og nýju upphafi. Stress og streita sýna manni oft að breytingar séu yfirvofandi og þú átt eftir að vera svo tilbúinn að mæta því sem á vegi þínum verður með opnum örmum. Þú ert að fara að gera eitthvað einstakt og spennandi svo vertu þolimóður aðeins lengur, því allt gerist á hárréttum tíma, en þinn tími er svo sannarlega núna. Þú sleppir því næstum alveg að láta smáatriðin angra þig og eins og þú veist sjálfur þegar þú lætur þau angra þig verða þau að stóru atriði. Það sem þú þarft að vera sniðugur í er að leyfa öðrum að tjá sig og tala því þú þarft ekki að láta alla sjá eða heyra hvaða skoðun þú hefur, heldur leyfðu öðrum að flæða þá mun lífið leysa sig miklu betur. Þú ert að taka svo sterkar ákvarðanir núna í sambandi við vinnu, verkefni eða skóla og það er eins og þú getir röntgengreint þig hárrétt, finnur út hver þú ert og hvert þú ætlar, bara dásamlegt því þetta er í raun það eina sem maður þarf að vita. Þú byrjaðir á þessu tímabili í kringum fyrsta febrúar og það hefur margt gerst síðan þá og næstu tveir mánuðir gefa þér mikinn kraft, svo þú skalt vera alveg viss um að þú sért sjálfur við stýrið og alls ekki farþegi í þessu lífsferðalagi. Þú hefur einstaklega óviðjafnanlega útgeislun svo ef þú vilt þá ættirðu sannarlega að baða þig meira í sviðsljósinu, en tilgangur lífs þíns er að hafa gaman og vera í núinu því það eina sem getur valdið þér kvíða eru áhyggjur af einhverjum tíma eða degi í framtíðinni, en láttu það alls ekki eyðileggja fyrir þér kristalinn í því augnabliki sem er núna. Ástin getur verið „complicated“ en Venus verndar þig svo leyfðu þér að njóta og lifa í ástinni.Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona, Guðbjörn Alexander Kling fótboltamaður, Theresa Rodriguez listamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn, þú ert að anda að þér nýrri orku og nýju upphafi. Stress og streita sýna manni oft að breytingar séu yfirvofandi og þú átt eftir að vera svo tilbúinn að mæta því sem á vegi þínum verður með opnum örmum. Þú ert að fara að gera eitthvað einstakt og spennandi svo vertu þolimóður aðeins lengur, því allt gerist á hárréttum tíma, en þinn tími er svo sannarlega núna. Þú sleppir því næstum alveg að láta smáatriðin angra þig og eins og þú veist sjálfur þegar þú lætur þau angra þig verða þau að stóru atriði. Það sem þú þarft að vera sniðugur í er að leyfa öðrum að tjá sig og tala því þú þarft ekki að láta alla sjá eða heyra hvaða skoðun þú hefur, heldur leyfðu öðrum að flæða þá mun lífið leysa sig miklu betur. Þú ert að taka svo sterkar ákvarðanir núna í sambandi við vinnu, verkefni eða skóla og það er eins og þú getir röntgengreint þig hárrétt, finnur út hver þú ert og hvert þú ætlar, bara dásamlegt því þetta er í raun það eina sem maður þarf að vita. Þú byrjaðir á þessu tímabili í kringum fyrsta febrúar og það hefur margt gerst síðan þá og næstu tveir mánuðir gefa þér mikinn kraft, svo þú skalt vera alveg viss um að þú sért sjálfur við stýrið og alls ekki farþegi í þessu lífsferðalagi. Þú hefur einstaklega óviðjafnanlega útgeislun svo ef þú vilt þá ættirðu sannarlega að baða þig meira í sviðsljósinu, en tilgangur lífs þíns er að hafa gaman og vera í núinu því það eina sem getur valdið þér kvíða eru áhyggjur af einhverjum tíma eða degi í framtíðinni, en láttu það alls ekki eyðileggja fyrir þér kristalinn í því augnabliki sem er núna. Ástin getur verið „complicated“ en Venus verndar þig svo leyfðu þér að njóta og lifa í ástinni.Knús og kossar, þín Sigga KlingFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona, Guðbjörn Alexander Kling fótboltamaður, Theresa Rodriguez listamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira