Rapparar hella sér yfir lögguna á Suðurnesjum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 11:41 FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM segja tónlistarmennirnir en Ólafur Helgi veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti. Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti.
Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira