Innlent

Leitaði á slysadeild eftir árás í strætóskýli

Andri Eysteinsson skrifar
Ráðist var á strætófarþega í biðskýli við Bústaðaveg.
Ráðist var á strætófarþega í biðskýli við Bústaðaveg. Vísir/Vilhelm
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu seinni part dags. Skömmu fyrir klukkan 17 varð strætófarþegi fyrir árás í biðskýli Strætó á Bústaðavegi. Hinn slasaði þurfti að leita sér aðstoðar á slysadeild vegna áverkanna sem hann hlaut af árásinni.

Í þrígang barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr verslun, um er að ræða matvöruverslanir í vesturbæ og austurbæ og verslun í Kópavogi. Gerendur í matvöruverslununum gengust við brotum sínum á staðnum en sá í Kópavogi var handtekinn og er í haldi lögreglu. Hann mun hafa stolið talsverðu magni af vörum.

Einnig handtók lögregla fimm vegna húsbrots í Dómsmálaráðuneytinu eins og Vísir hefur fjallað um í kvöld.

Þá bárust lögreglu þó nokkrar tilkynningar vegna aksturslags, sökum ölvunar og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×