Ríkistjórnin beitir öryrkja þvingunum að mati formanns ÖBÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 19:15 Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur. Félagsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira
Tíu ár eru síðan stjórnvöld ákváðu að setja svokallaða krónu á móti krónu skerðingu á öryrkja en hún virkar þannig lífeyrisgreiðslur skerðast vegna tekna sem öryrkjar afla sér.Dæmi um skerðingar Öryrki sem vinnur sér til að mynda fyrir hundrað og fimmtíu þúsund krónum á mánuði fær þannig um áttatíu þúsund krónum minna frá Tryggingastofnun en sá sem gerir það ekki. Þá er tekjuskattur hærri þannig að viðkomandi fær ríflega fjörtíu þúsund krónum meira í vasann en sá sem er án atvinnutekna. Ef öryrki fær fimmtíu þúsund krónur frá lífeyrissjóði skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun um sömu upphæð.Þvingunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn öryrkjum Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir stjórnvöld beita þvingunaraðgerðum með því að halda því fram að slíkar skerðingar verði ekki afnumdar fyrr en öryrkjar samþykki óraunhæft starfsgetumat. „Það er orðið skilningur okkar að ríkistjórnin noti krónu á móti krónu skerðinguna sem tæki til að þvinga okkur til þess að viðurkenna eða samþykkja starfsgetumat. Það getum við ekki gert meðan að það eru alltof margir lausir endar. Atvinnulífið er til að mynda ekki tilbúið til að taka á móti fötluðu fólki í hlutastörf og þá er hægt að benda á að um 400 öryrkjar hafa verið lengi á skrá hjá Vinnumálastofnun en fá ekki atvinnu,“ segir Þuríður. Engin önnur þjóð setur slíkar skerðingar á öryrkja Hún segir að til að samþykkja starfsgetumat þurfi að tryggja að atvinnulífið sé tilbúið til að taka á móti öryrkjum og fötluðu fólki. En ríkistjórnin geti hins vegar auðveldlega afnumið skerðingar áður en það komi til. „Krónu á móti krónu skerðingarnar er auðveldlega hægt að afnema. Það er engin önnur þjóð sem setur slíkar kvaðir á fatlaða og öryrkja,“ segir Þuríður. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra,segir að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að skerðingar verði afnumdar.Kristinn MagnússonRíkissjóður ráði illa við fjölgun öryrkja Ásmundur Einar Daðason segir ljóst að gera þurfi breytingar á almannatryggingakerfinu samhliða því að krónu á móti krónu skerðingar verði afnumdar. „Við þurfum að ráðast í breytingar á endurhæfingarkerfinu okkar. Það þarf að gerast samhliða því sem við bætum kjör þessa hóps því meðan fjölgun öryrkja er með sama hætti og verið hefur þá ræður ríkissjóður ekki við hana. En ég á von á því að það komi tillögur í þessum málaflokki á næstunni,“ segir Ásmundur.
Félagsmál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Sjá meira