Innlent

Sækja slasaðan vélsleðamann í Flateyjardal

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þetta er annað vélsleðaslysið sem tilkynnt er um í dag.
Þetta er annað vélsleðaslysið sem tilkynnt er um í dag. Vísir/vilhelm
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út vegna vélsleðamanns sem slasaðist í Flateyjardal nú síðdegis í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús á Akureyri. Fyrr í dag slasaðist annar maður í vélsleðaslysi á Heklu.

Maðurinn var á ferð með björgunarsveitarfólki og var því strax farið að hlúa að honum. Verið er að flytja manninn með jeppa að sjúkrabíl sem bíður á þjóðveginum. Þar verður staðan tekin og næstu skref metin, að því er segir í tilkynningu.

Þetta er annað vélsleðaslysið sem tilkynnt er um í dag en skömmu eftir hádegi voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna vélsleðamanns sem slasaðist á Heklu. Manninum var veitt fyrsta hjálp á vettvangi og síðar fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.

Eftirfarandi tilkynning barst frá Landsbjörgu vegna slyssins klukkan 18:22:

Vélsleðamaðurinn sem slasaðist á Flateyjardal er nú á leið á sjúkrahús á Akureyri. Björgunarmenn bjuggu um hann og fluttu á móts við þyrlu og sjúkraflutningamenn. Þyrla LHG lenti ekki langt frá þjóðvegi um 17:50 og eftir nánari skoðun var ákveðið að hún myndi flytja viðkomandi á sjúkrahús á Akureyri. Björgunarmenn eru nú á leið af slysstaðnum og til síns heima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×