„Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2019 19:22 Vilhjálmur Birgisson sést hér fremstur á mynd í húsakynnum ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Fundi stéttarfélaganna Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), Verkalýðsfélags Grindavíkur (VLFG), Framsýnar, Landssambands íslenskra verslunaramanna (LÍV) og Samtaka atvinnulífsins (SA) lauk um sexleytið í dag. Formaður VLFA segist bjartsýnn á framhaldið en segir stöðuna þó viðkvæma. Aftur verður fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Við erum að tala saman og á meðan við erum að tala saman þá eru hlutirnir betri en þegar við töluðum ekki saman,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, í samtali við Vísi, inntur eftir því hvernig fundurinn í dag hafi gengið. Hann vill þó ekki greina frá því sem rætt var á fundinum. Fundur félaganna og SA hófst klukkan tíu í morgun og lauk eins og áður sagði um klukkan 18, en fyrst stóð til að fundi yrði slitið klukkan 17. Vilhjálmur segir að áfram verði fundað á morgun, fyrst hefjast vinnufundir félaganna í fyrramálið og um hádegisbil verður sest niður með SA hjá ríkissáttasemjara.Ertu bjartsýnn á framhaldið?„Ég ætla að leyfa mér, á meðan við erum að tala saman og að leita leiða, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta er viðkvæm staða, gríðarlega viðkvæm.“ Ef fundir stéttarfélaganna sex og SA skila ekki árangri verður blásið til verkfalla á þriðjudag. Boðuðum verkföllum Eflingar og VR, sem hefjast áttu á fimmtudag og standa yfir í tvo sólarhringa, var frestað í byrjun vikunnar og þá tilkynnt að gerð yrði atlaga að samkomulagi nú um helgina.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17 Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30 Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Verkföll munu hafa töluverð áhrif á tíu strætóleiðir Fari svo að ekkert komi út úr viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar munu hefjast verkföll hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á tímabilinu 1. til 30. apríl. 30. mars 2019 15:17
Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus. 30. mars 2019 07:30
Tíðindalítill fundur í dag en líta til helgarinnar Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir lítið hafa gerst í dag á fyrsta fundi í kjaradeilu sambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir viðræðuslit. 29. mars 2019 19:39