Lífið

Fólk má alveg hafa sínar skoðanir en ég tek það aldrei nærri mér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Grand í opinskáu viðtali í Einkalífinu.
Vala Grand í opinskáu viðtali í Einkalífinu. Vísir/vilhelm

Vala Grand vakti fyrst athygli hér á landi fyrir þrettán árum en hún fór í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010. Vala Grand Einarsdóttir kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og hefur hún gengið í gegnum margt á sinni lífsleið.

Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu. Fordómar er eitthvað sem hún hefur aldrei hleypt inn í sitt líf og segir hún að sterkur karakter hafi komið henni í gegnum erfiða tíma.

„Ég hef alltaf talað opinskátt og alltaf bara sagt mína sögu. Það var erfitt að vera ég á Íslandi á þessu tímabili,“ segir Vala og talar þá aðallega um það fólk sem var með fordóma í hennar garð.

„Þarna var ég tvítug og að gera mig tilbúna til að fara í aðgerð. Ég var líka að hugsa hvernig kona ég vildi vera. Þetta var rosalega mikil pressa og ef ég myndi hitta gömlu Völu í dag þá myndi ég segja, hafðu engar áhyggjur. Á Íslandi á þessu tímabili var ekki eðlilegt að vera svona hreinskilin og opin með það hver þú ert.“
 

Fordómar hafa ekki haft áhrif á Völu sem ólst upp í Keflavík og býr þar enn í dag.

„Ég man þegar ég fór í prufu fyrir ungfrú Ísland og sá hvað þjóðin var ekki tilbúin að taka við þessu. Þetta var nokkuð ljótt tímabil fyrir mig en ég er svo skilningsrík og skil þetta smá. Þetta var bara eitthvað skrýtið fyrir þeim. Fólk má alveg hafa sínar skoðanir en ég tók það aldrei nærri mér.“

Í þættinum hér að ofan ræðir Vala einnig um kynleiðréttingarferlið sjálft, sviðsljósið og athyglina, barnæskuna, ofvirknina, um kærastann sem tekur henni eins og hún er, framtíðina og margt fleira.


Tengdar fréttir

Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni.

„Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“

Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember.

Pabbi var mín besta forvörn

Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.