Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2019 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira