Innlent

Gæti snjóað töluvert á höfuðborgarsvæðinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins
Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm

Líkur eru á að töluvert geti snjóað á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi og eru spár að sýna um 25-30 sentímetrar af snjó á nokkrum klukkustundum. Snjókomubeltið er tiltölulega mjótt um sig og breytingar á staðsetningu þess geta haft töluverð áhrif á úrkomumagnið.

Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins, segir Veðurstofa Íslands, sem hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa. 

Á Ströndum og norðurlandi vestra, Suðausturlandi og á miðhálendinu eru gular viðvaranir einnig í gildi og á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, og á Austfjörðum er síðan appelsínugul viðvörun, þar sem búist er við stórhríð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.