Líkur eru á að töluvert geti snjóað á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi og eru spár að sýna um 25-30 sentímetrar af snjó á nokkrum klukkustundum. Snjókomubeltið er tiltölulega mjótt um sig og breytingar á staðsetningu þess geta haft töluverð áhrif á úrkomumagnið.
Áhrifin yrðu fyrst og fremst fólgin í samgöngutruflunum innan höfuðborgarsvæðisins, segir Veðurstofa Íslands, sem hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa.
Á Ströndum og norðurlandi vestra, Suðausturlandi og á miðhálendinu eru gular viðvaranir einnig í gildi og á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, og á Austfjörðum er síðan appelsínugul viðvörun, þar sem búist er við stórhríð.
Gæti snjóað töluvert á höfuðborgarsvæðinu
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið


Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent





