Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 18:23 Verðlaunahafar frá vinstri: Ragnheiður Linnet, Þórður Snær Júlíusson, Aðalheiður Ámundadóttir og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem tók við verðlaunum fyrir hönd blaðmanna Stundarinnar. Vísir/Þórir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir bók sína „Kaupthinking“ þegar þau voru afhent í dag. Blaðamenn Stundarinnar fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins vegna umfjöllunar sinnar um jarðnæði í eigu innlendra og erlendra auðmanna. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að umfjöllun Þórðar Snæs í bókinni dragi upp skýra mynd af ósæmilegu háttalagi lykilbankamanna sem leiddu Kaupþing frá einkavæðingu að falli árið 2008. Umfjöllunin sé afrakstur áralangrar rannsóknar Þórðar Snæs á bankanum og víðtækrar heimildarvinnu úr bæði opinberum og óopinberum gögnum. Vinna hans eigi sér fáar hliðstæður. Þeir Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn Stundarinnar, fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllunina „Landið sem auðmenn eiga“. Ragnheiður Linnet hlaut verðlaun fyrir viðtal ársins sem hún tók við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans Andermariam Beyene. Hann var fyrsti maðurinn sem gervibarki var græddur í árið 2011 en hann lést þremur árum síðar. Viðtalið birtist í tímaritinu Mannlífi. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins féllu í skaut Aðalheiðar Ámundadóttur, blaðamann Fréttablaðsins, vegna frétta hennar og fréttaskýringa um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála. Fjölmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir bók sína „Kaupthinking“ þegar þau voru afhent í dag. Blaðamenn Stundarinnar fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins vegna umfjöllunar sinnar um jarðnæði í eigu innlendra og erlendra auðmanna. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að umfjöllun Þórðar Snæs í bókinni dragi upp skýra mynd af ósæmilegu háttalagi lykilbankamanna sem leiddu Kaupþing frá einkavæðingu að falli árið 2008. Umfjöllunin sé afrakstur áralangrar rannsóknar Þórðar Snæs á bankanum og víðtækrar heimildarvinnu úr bæði opinberum og óopinberum gögnum. Vinna hans eigi sér fáar hliðstæður. Þeir Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn Stundarinnar, fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllunina „Landið sem auðmenn eiga“. Ragnheiður Linnet hlaut verðlaun fyrir viðtal ársins sem hún tók við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans Andermariam Beyene. Hann var fyrsti maðurinn sem gervibarki var græddur í árið 2011 en hann lést þremur árum síðar. Viðtalið birtist í tímaritinu Mannlífi. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins féllu í skaut Aðalheiðar Ámundadóttur, blaðamann Fréttablaðsins, vegna frétta hennar og fréttaskýringa um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Fjölmiðlar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira