Innlent

„Þrekvirki“ að ná bátnum til Ísafjarðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Báturinn sökk við bryggju á Ísafirði.
Báturinn sökk við bryggju á Ísafirði. Björgunarfélag Ísafjarðar
Þrekvirki var unnið í dag þegar áhafnir björgunarbátanna Gunnar Friðrikssonar og Gísla Hjalta komu bát sem strandaði á Jökulfjörðum til Ísafjarðar. Á Facebooksíðu Björgunarfélags Ísafjarðar segir að aðgerðir hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig og það hafi skipt máli þar sem hver sekúnda hafi skipt máli.

Björgunarmenn og skipstjóri bátsins voru um borð í honum þegar verið var að koma honum til Ísafjarðar en í honum var þó nokkuð af sjó og höfðu dælur ekki undan. Báturinn sökk svo þegar hann var kominn að bryggju á Ísafirði og var hann hífður á þurrt.

Um farþegabát er að ræða en skipstjórinn var einn um borð þegar báturinn strandaði. Hann hafði skilað farþegum af sér skömmu áður.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fylgdi á eftir þegar bátnum var komið til Ísafjarðar.Björgunarfélag Ísafjarðar

Tengdar fréttir

Báturinn kominn í land

Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað og hann kominn til hafnar á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×