Innlent

Báturinn kominn í land

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði.
Björgunarsveitarskipið Gunnar Friðriksson í höfn á Ísafirði. fréttablaðið/Pjetur
Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað og hann kominn til hafnar á Ísafirði. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson lagði af stað með bátinn í togi til Ísafjarðar um hádegisbilið í dag í fylgd björgunarbátsins Gísla Hjalta.

Björgunarmenn ásamt skipstjóra voru um borð í bátnum en í honum var þónokkuð af sjó og höfðu dælur vart undan að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Slökkvilið og björgunarsveitir tóku á móti bátnum þegar hann kom til hafnar á þriðja tímanum í dag þar sem haldið verður áfram að dæla úr bátnum. Aðgerðin gekk vel samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×