Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 11:13 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Vísir/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag. Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, gerir ráð fyrir að fyrirhuguð kæra til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu fjölmiðlanefndar verði samþykkt á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins í næstu viku og lögð fram í beinu framhaldi. Ásteytingarsteinninn er túlkun fjölmiðlanefndar á 26. grein laga um fjölmiðla sem snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Fjölmiðlanefnd hefur þannig birt álit um umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Fleiri mál eru til skoðunar hjá fjölmiðlanefnd. Hjálmar segir að það hafi aldrei verið ætlun löggjafans að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka blaðamenn haga störfum sínum. Nefndin sé þannig komin langt út fyrir valdsvið sitt en siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sinnt hlutverkinu í meira en fimmtíu ár.Stjórn Blaðamannafélagsins dró sinn fulltrúa úr starfi fjölmiðlanefndar vegna málsins fyrr í mánuðinum. Hjálmar segir stjórnina ekki geta lagt nafn félagsins við starfsemi fjölmiðlanefndar. Hjálmar segir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra, hafi fengið afrit af öllum samskiptum Blaðamannafélagsins og fjölmiðlanefndar. Hjálmar hefur ráðfært sig við lögmann Blaðamannfélagsins. „Það er alveg klárt mál að okkar mati að fjölmiðlanefnd er að fara út fyrir valdsvið sitt samkvæmt lögum um fjölmiðla og umboðsmaður Alþingis er rétti aðilinn til að fara yfir það.“ Hann segir að það sé afar mikilvægt að fjölmiðlanefnd haldi sig innan síns valdsviðs.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, í síðustu viku en hún hefur ekki getað tjáð um málið hingað til sökum þess að hún hefur beðið eftir gögnum frá fjölmiðlanefnd. Ráðherra býst þó við að geta varpað ljósi á málið seinna í dag.
Alþingi Fjölmiðlar Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04 Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Blaðamannafélagið dró fulltrúa sinn úr starfi nefndarinnar fyrr í mánuðinum, vegna sama máls. 24. mars 2019 20:04
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42