Hviður allt að 40 metrum á sekúndu: Mikil hætta á foktjóni í óvenju mikilli veðurhæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:04 Vindaspáin fyrir klukkan níu í kvöld er ekki frýnileg. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark. Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira