Lífið

Öll þau ótal skipti sem Andri Ólafs segir nafn dóttur sinnar í Ófærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andri Ólafsson er klókur rannsóknarlögreglumaður.
Andri Ólafsson er klókur rannsóknarlögreglumaður.
Önnur þáttaröðin af Ófærð leið undir lok á dögunum og sátu landsmenn límdir við skjáinn öll þau sunnudagskvöld sem þættirnir voru í loftinu.

Í þáttunum er fylgst með ævintýrum Andra Ólafssonar lögreglumanns. Í síðustu þáttunum lenti Þórhildur Andradóttir, dóttir lögreglumannsins, í miklum ógöngum en betur fór en á horfðist.

Í þáttunum fer unglingsstúlkan Þórhildur ekki alltaf eftir því sem faðir hennar segir og lætur unglingsstúlkan ekki svo auðveldlega af stjórn.

Andri ávarpar Þórhildi mjög oft í þáttunum og nú hefur YouTube-notandinn fresnik klippt saman öll þau skipti sem Andri segir nafn Þórhildar í seríu tvö. Hér að neðan má sjá útkomuna sem er nokkuð hlægileg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×