Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:14 Lögreglumenn voru ekki sáttir með tilraun mótmælenda til að tjalda. Reyndu þeir að fjarlægja tjaldið sem mótmælendur voru allt annað en sáttir við. Vísir/Vilhelm Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira
Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59
Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49