Innlent

Skipa verkefnahóp til að mynda kvikmyndastefnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Áætlunin mun ná yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensk kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.
Áætlunin mun ná yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensk kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda. Vísir/Getty
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað verkefnahóp sem ætlað er að vinna að gerð kvikmyndastefnu sem gilda á frá 2020 til 2030. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnvöld mynda heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni þeirrar stefnu.

Áætlunin mun ná yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensk kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Þá kemur fram í tilkynningunni að hópurinn muni vinna náið með hagsmunaaðilum í kvikmyndagerð á Íslandi við mótun stefnunnar. Ráðgert er að hópurinn skili tillögum sínum fyrir júnílok á þessu ári.

Verkefnahópinn skipa:

Dagur Kári Pétursson,leikstjóri og formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (formaður starfshópsins).

Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og félagi í WIFT - Konur í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi.

Áslaug María Friðriksdóttir, formaður Kvikmyndaráðs.

Baldur Sigmundsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri.

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og fulltrúi Kvikmyndaráðs.

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.

Grímar Jónsson, framleiðandi (varaformaður hópsins).

Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður.

Jóna Pálsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Kristinn Þórðarson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fulltrúi Samtaka iðnaðarins.

Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda og handritshöfunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×