Innlent

Skipa verkefnahóp til að mynda kvikmyndastefnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Áætlunin mun ná yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensk kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.
Áætlunin mun ná yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensk kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda. Vísir/Getty

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur skipað verkefnahóp sem ætlað er að vinna að gerð kvikmyndastefnu sem gilda á frá 2020 til 2030. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnvöld mynda heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni þeirrar stefnu.

Áætlunin mun ná yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensk kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Þá kemur fram í tilkynningunni að hópurinn muni vinna náið með hagsmunaaðilum í kvikmyndagerð á Íslandi við mótun stefnunnar. Ráðgert er að hópurinn skili tillögum sínum fyrir júnílok á þessu ári.

Verkefnahópinn skipa:
Dagur Kári Pétursson,leikstjóri og formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (formaður starfshópsins).

Ása Helga Hjörleifsdóttir, leikstjóri og félagi í WIFT - Konur í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi.

Áslaug María Friðriksdóttir, formaður Kvikmyndaráðs.

Baldur Sigmundsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri.

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og fulltrúi Kvikmyndaráðs.

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.

Grímar Jónsson, framleiðandi (varaformaður hópsins).

Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður.

Jóna Pálsdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Kristinn Þórðarson, formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda og fulltrúi Samtaka iðnaðarins.

Margrét Örnólfsdóttir, formaður Félags leikskálda og handritshöfunda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.