Lífið

Telma bauð Sindra í heimsókn í Hafnarfjörðinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt hús hjá þeim hjónum.
Fallegt hús hjá þeim hjónum.

Telma Borgþórsdóttir býr í fallegu húsi í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Telma starfar sem tannlæknir en Sindri Sindrason kíkti í heimsókn í Hafnarfjörðinn í síðasta þætti af Heimsókn á Stöð 2.

Telma og eiginmaður hennar fluttu inn í húsið árið 2009 þegar Telma var 23 ára. Foreldrar hennar byggðu húsið en svo skall efnahagshrunið á.

Parið endaði á því að flytja inn í eignina sem var engan veginn tilbúin fyrir tíu árum og hafa þau unnið að því síðan að koma sér vel fyrir.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var á miðvikudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.