Innlent

Leita að þremur milljónamæringum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vinningsmiðarnir voru seldir á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Stykkishólmi.
Vinningsmiðarnir voru seldir á Seyðisfirði, Egilsstöðum og í Stykkishólmi. vísir/vilhelm

Íslensk getspá auglýsir eftir þremur lottóvinningshöfum sem enn eiga eftir að gefa sig fram. Vinningshafarnir eiga samtals inni  um 37 milljónir króna en miðarnir voru keyptir á þremur stöðum á landsbyggðinni á tímabili frá júlí í fyrra og fram í byrjun þessa mánaðar.

Vinningsmiðarnir voru seldir á eftirfarandi stöðum:

Dalbotni á Seyðisfirði, útdráttur 7.júlí 2018. Vinningur að upphæð 25.394.380 króna. Vinningstölur 2 – 9 – 24 – 25 – 35 / 19 (bónustala).

Olís Stykkishólmi, útdráttur 23. febrúar 2019. vinningur að upphæð 7.639.900 króna. Vinningstölur 5 – 6 – 12 – 29 – 31 / 11 (bónustala).

N1 Egilsstöðum, útdráttur 2. mars 2019. Vinningur að upphæð 4.088.690 króna. Vinningstölur 4 – 8 – 17 – 21 – 29 / 19 (bónustala).

Íslensk getspá hvetur alla sem keyptu lottómiða á umræddum stöðum til að skoða miðana sína vel. „Þar gætu leynst vinningstölurnar góðu sem færa þér milljónir í vasann,“ segir í tilkynningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.